Feykir til Feykis

Í vikunni hljóp heldur betur á snærið hjá okkur á Feyki en þá komu þau Sigurjón Gestsson og Svanborg Guðjónsdóttir með innbundinn Feyki frá upphafi útgáfu til og með 22. árgangs þ.e. ársins 2002.

Það var Guðjón heitinn Ingimundarson á Sauðárkróki sem safnaði saman blöðunum og batt þau inn en börn hans ákváðu að láta útgáfu Feykis njóta góðs af og fá þau sinn stað á ritstjórnarskrifstofunni. Feykir þakkar fjölskyldu Guðjóns og Ingibjargar Kristjánsdóttur þessa höfðinglegu gjöf.

Fleiri fréttir