Feykir.is mælir með heimsókn í Samgönguminjasafnið
feykir.is
Skagafjörður
01.07.2010
kl. 08.24
Feykir.is mælir með heimsókn í Samgönguminjasafnið Stóragerði í Óslandshlíð. Safnið er opið alla daga á milli 11 og 18 og er óhætt að fullyrða að í þessu tilviki er sjón sögu ríkari.
Nýjasta afurðin er Diamond vörubifreið árið 1931 sem þeir bræður Gunnar og Páll Þórðarsynir voru tvö og hálft ár að gera upp. Aðeins þrír bílar af þessari gerð
komu til Evrópu og þetta eina eintak til Íslands. Bíllinn var tekinn
í sundur frá A-Ö, en stendur nú eins og nýr í sýningarsal, gestum til
...augnayndis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.