Fjallað um gestrisni í sófasamfélaginu í fyrirlestri á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
07.10.2014
kl. 14.46
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri í tengslum við fyrirlestraröðina Vísindi og grautur á morgun. Þá mun Svandís Egilsdóttir, þjóðfræðingur flytja erindi sem hún kallar Vel skal fagna góðum gesti - Gestrisni í sófasamfélaginu Couchsurfing.
Fyrirlesturinn byggist á mastersverkefni Svandísar en í því verkefni skoðaði hún reynslu fólks af því að vera þátttakendur í hinu svokallaða sófasamfélagi (couchsurfing).
Fyrirlesturinn verður í fjarfundi í stofu 303 og hefst kl. 11:15. „Að venju eru allir hjartanlega velkomnir,“ segir í fréttatilkynningu.