Fjárbændur margverðlaunaðir á aðalfundi FSS

Þau Haukur Ástvalsson,Guðrún Lárusdóttir og Eyþór Einarsson með verðlaunin. Mynd Klara Helgadóttir. Aðalfundur félags sauðfjárbænda í Skagafirði var haldinn á dögunum. Við það tækifæri voru afhentar viðurkenningar fyrir margvíslegan árangur í sauðfjárrækt á liðnu ári.

Raunar lentu þessar viðurkenningar flestar hjá Keldudalsbúinu, en þær voru: Besti gimbrahópur í Skagafirði samkvæmt líflambadómum. Afurðahæsta fjárbúið með 34,2 kg. eftir ána. Besti sláturlambahópurinn 11.34 fyrir gerð og holdfyllingu samkvæmt kjötmati.. Einnig var besti veturgamli hrúturinn,Raftsson frá Keldudalsbúinu. Við dóm á veturgömlum vegur einstaklingsdómur 40% og afkvæmi 60%. Besti lambhrúturinn á síðasta ári var Blær frá Syðra-Skörðugili með 89 stig. Blær er útaf Hvelli frá Borgarfelli sem átti afbragðsafkvæmi í héraðinu 2007. Efsti fullorðnihrúturinn var Kúði frá Deplum. Við val á fullorðnum hrút vegur kjötmat 70% og dætur 30%. Þess má geta að Kúði er ættaður frá því kunna ræktunarbúi Bergsstöðum á Vatnsnesi. Gestir á fundinum voru Sigurgeir Sindri formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Eyþór Einarsson ráðunautur. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, hana skipa. Atli Traustason Syðri-Hofdölum formaður. Högni Gylvason Korná gjaldkeri. Bjarni Bragason Halldórsstöðum ritari og Ásta Einarsdóttir Veðramóti og Jóhannes Ríkharðsson Brúnastöðum meðstjórnendur: Í lok fundar voru samþykktar nokkrar tillögur um ýmisleg baráttu-og hagsmunamál sauðfjárbænda. ÖÞ

Fleiri fréttir