Fjárhagsáætlun kynnt
feykir.is
Skagafjörður
17.10.2008
kl. 08.34
Á fundi byggðaráðs Skagafjarðar í gær var lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2008 fyrir A og B hluta. Þar gera áætlanir ráð fyrir rekstrarhalla að upphæð 445.863 þús.kr.
Eignir Sveitarfélagsins eru samtals 4.607.122 þús.kr. Skammtímaskuldir 721.603 þús.kr., langtímaskuldir 2.384.057 þús.kr.
Skuldbindingar eru áætlaðar 751.780 þús.kr. og eigið fé 749.682 þús.kr.