Fjáröflun körfuknattleiksdeildar Tindastóls
Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá fjáröflun fyrir komandi tímabil sem leikmenn og velunnarar deildarinnar fóru í. Rúður voru þrifnar á Safnahúsinu, Húsi frítímans og á Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Að sögn Helga Freys Margeirssonar spilandi aðstoðarþjálfara Tindastóls tókst verkið vel enda menn vanir að vinna saman sem ein heild. Körfuknattleiksdeildin vill þakka Brunavörnum Skagafjarðar og Vörumiðlun fyrir aðstoðina og lán á tækjum.
Ef einhvern vantar gluggaþvott má hafa samband við körfuknattleiksdeildina á Facebook eða hafa samband við Vigni Kjartansson í síma 825-4641.