Fjölbrautarskólinn fær liðsstyrk
feykir.is
Skagafjörður
13.10.2008
kl. 11.49
Á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar s.l. föstudag var lagt fram bréf frá Félagi stuðningsfyrirtækja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um aðkomu þess að eflingu Fjölbrautarskólans Fnv.
Að sögn Knúts Aadnegard eru það félög og fyrirtæki í byggingariðnaði í Skagafirði og Húnavatssýslum sem standa að Félagi stuðningsfyrirtækja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands undirbýr félagið samstarfssamning við skólann um aðkomu þeirra að eflingu verknáms og nýsköpunar í starfsemi skólans. Félagið er enn ekki formlega stofnað en áhugasamur hópur er með stofnfund í undirbúningi.