Fjöldi manna leggur lagnir í kílómetravís í kjallara sundlaugar

Þessa daganna er verið að vinna ötullega að tengingu lagna og stjórnbúnaðar í kjallara sundlaugarinnar á Blönduósi.

Verkið felst í lagningu vatns,rafmagns, stýringa, loftræstikerfis, hreinsibúnaðar auk ýmissa sérkerfa
sem fylgja rekstri sundlauga. Þá er í kjallaranum miðlunartankar, sandsíur, dælur af ýmsum stærðum auk ýmiskonar sérbúnaðar. Fjöldi iðnaðarmanna vinnu við uppsetningu og frágang á búnaði og er stefnt
að því að þessari vinnu ljúki um miðjan maí.

Fleiri fréttir