Fjölnet út af einstaklingsmarkaði

Fjölnet hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjónustu til fyrirtækja og mun því hætta þjónustu á einstaklingsmarkaði. Til að tryggja að ekki verði rof á þjónustu hefur verið samið við Símann um að taka við þeirri þjónustu sem Fjölnet hefur verið að veita einstaklingum. Síminn tekur þannig yfir þjónustuna og reikningssambandið.

Kjósi viðskiptavinur að beina viðskiptum sínum til annars þjónustuveitenda er honum bent á að hafa samband við viðkomandi þjónustuveitanda sem fyrst og óska eftir flutningi á þjónustu. Eftir sem áður getur viðskiptavinur flutt þjónustu sína hvenær sem er þar sem enginn uppsagnarfrestur er í gildi. Gert er ráð fyrir að flutningur til Símans verði í byrjun mars 2019.

Síminn mun á næstu dögum hafa samband við viðskiptavini Fjölnets ehf. til að fara yfir þjónustuframboð sitt og að leita leiða við að bjóða áskriftarleið sem hentar þörfum hvers og eins sem best.

Ef einhverjar spurningar vakna hjá viðskiptavinum Fjölnets er þeim velkomið að hafa samband við þjónustuborð Fjölnets í síma 455 7900 eða senda okkur tölvupóst á netfangið adstod@fjolnet.is til að fá nánari upplýsingar.

Fjölnet þakkar fyrir samstarfið.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir