Fjölskyldustefna Svf. Skagafjarðar samþykkt
„Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á að styðja og styrkja fjölskyldur, þar með talið einstaklinga, með því að búa þeim skilyrði til vaxtar, þroska og hamingju. Mikilvægt er að allir fái notið hæfileika sinna, sjálfum sér og öðrum til góðs og samfélaginu til framfara,“ segir í inngangi Fjölskyldustefnu Svf. Skagafjarðar sem var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 11. júní sl.
Fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar er ætlað að veita yfirsýn yfir helstu áherslur í starfsemi sveitarfélagsins er snerta málefni fjölskyldna og vera stefnumarkandi í einstökum málaflokkum eftir því sem við á hverju sinni.
„Með fjölskyldustefnunni er leitast við að skapa sem heildstæðasta umgjörð utan um fjölskylduna og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir henni,“ segir jafnframt í Fjölskyldustefnunni en hér má sjá hana í heild sinni.