Fjórir slösuðust í árekstri
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.06.2018
kl. 10.00
Harður árekstur varð nálægt afleggjaranum að bæjunum Hólabaki og Uppsölum, rétt vestan Vatnsdalshóla, seinni partinn í gær. Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru tveir þeirra meira slasaðir en hinir.
Í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi segir að ekki sé vitað um meiðsl hinna slösuðu en að sögn lögreglu hafi fólkið allt verið með meðvitund og vel áttað. Allir hafi verið í bílbeltum. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað olli slysinu en bílarnir hafi skollið saman og áreksturinn verið harður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.