Fjórtán einbýlishúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki lausar til umsóknar

Nestún á Sauðárkróki en gatnaframkvæmdir hófust nú síðsumars. MYND: ÓAB
Nestún á Sauðárkróki en gatnaframkvæmdir hófust nú síðsumars. MYND: ÓAB

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti nú í vikunni lausar til umsóknar 14 einbýlishúsalóðir við götuna Nestún á Sauðárkróki, sem er ný gata efst í Túnahverfi. Fram kemur í frétt á Skagafjörður.is að umsóknarfrestur um lóðirnar er frá 16. september til og með 30. september 2021.

Lóðum verður úthlutað í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar 15. október 2021 en gatan verður malbikuð sumarið 2022.

Í frétt á mbl.is í gær er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra að eftirspurn eftir lóðum sé umfram væntingar. „Þetta er síðasta gat­an í Túna­hverf­inu hjá okk­ur. Við erum að út­hluta lóðum í fyrri­hluta henn­ar núna og erum með fram­leng­ingu af henni í deilu­skipu­lags­vinnu núna þar sem gert er ráð fyr­ir par­hús­um,“ segir Sig­fús Ingi en lóðirnar voru auglýstar í fyrradag og var þegar kominn töluverður fjöldi af umsóknum í gær.

Þeir sem áhuga hafa á framangreindum lóðum geta sótt um rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins eða sent inn skriflega umsókn á Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki. Einnig er hægt að senda umsókn ánetfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Deiliskipulag liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig hægt að nálgast gögnin með því að smella hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir