Flestir komnir með rafmagn á Norðurlandi vestra - Uppfært: Vonast er til að viðgerð ljúki í kvöld

Tekist á við afleiðingar óveðurs á Skaga. Mynd: Rósant Guðmundsson.
Tekist á við afleiðingar óveðurs á Skaga. Mynd: Rósant Guðmundsson.

Eftir margra daga rafmagnsleysi eru allir komnir með rafmagn í Húnavatnssýslum en enn er bilun á Glaumbæjarlínu þar sem fjórir bæir eru rafmagnslausir og Skaginn norðan Gauksstaða einnig en þar er verið að gera við línuna, samkvæmt stöðuuppfærslu RARIK frá því fyrr í dag.

Á Norðausturhorni landsins eru enn keyrðar varaaflsvélar á Lindabrekku, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði. Flestir eru með rafmagn utan við nokkra bæi norðan við Kópasker en skömmtun er á rafmagni er frá Raufarhöfn.

Uppfært klukkan 18:00:
Skagafjörður:
Viðgerð er lokið á Glaumbæjarlínu og notendur þar eru komnir með rafmagn.
Skaginn norðan Gauksstaða er rafmagnslaus en varaafl er keyrt. Verið er að gera við línuna og vonast er til að viðgerð ljúki í kvöld.

Sjá nánar HÉR

Starfsmenn RARIK hafa staðið í ströngu þessa dagana og má sjá myndir sem Rósant Guðmundsson og Arnar Valdimarsson, starfsmenn RARIK tóku er þeir fóru norður á vettvang í gær af verkstöðum á austanverðum Skaga norðan við Sauðárkrók og af aðgerðarstjórn RARIK á Norðurlandi sem starfar á skrifstofu fyrirtækisins á Akureyri.

Myndirnar má finna á tveimur krækjum, annars vegar HÉR og hinsvegar HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir