Fljótabændur afkastamiklir í göngum

 

Bændur í Austur-Fljótum hafa undanfarin haust séð um smölun á talsverðum hluta Ólafsfjarðar. Ástæðan er að þar hefur fjáreigendum fækkað ár frá ári og eru nú eingöngu tómstundabændur eftir með fé.

 

Jafnhlið þessu hefur fé úr Fljótum sótt meira yfir í Ólafsfjörðinn og skiptir það orðið hundruðum sem þar kemur á hverju hausti. Nú í haust varð einnig sú breyting að Fljótamenn tóku að sér smölun í Héðinsfirði. Fjörðurinn hefur verið mikið vandræðasvæði undanfarin ár og fé stundum verið þar langt fram á vetur. Nú eru hinsvegar komnar góðar samgöngur með tilkomu jarðgangnanna sem auðveldar til muna að fást við smalamennskuna því áður þurftu gangnamenn að fara með bát og gista og reka síðan féð yfir fjallið  til byggða. Í fyrstu göngum fyrir skömmu náðust um eitthundrað kindur, flestar úr Fljótum. Það er því orðið víðfermt svæði sem bændur í Austur-Fljótum fara um  enda hafa þeir verið við smölun allar helgar síðan í byrjun september. ÖÞ:

Fleiri fréttir