Flokkun sorps í Hegranesi
feykir.is
Skagafjörður
18.11.2014
kl. 10.44
Tilraunaverkefni með flokkun sorps í dreifbýli hefur verið í gangi frá ágúst í Hegranesi. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku var ákveðið að halda verkefninu áfram út árið og stefna að frekar flokkun sorps í dreifbýli í náinni framtíð.
Á hverjum bæ í Hegranes er 660 lítra kar undir almennt sorp og 240 lítra tunna undir flokkaðan úrgang og eru ílátin tæmd tvisvar í mánuði. Ómar Kjartansson frá Ó.K gámaþjónustunni mætti á áðurnefndan fund og kom fram að verkefnið hefði gengið vel, enda flestir íbúar ánægðir með þjónustuna.