Flottur árangur Þyts á LM 2014

Keppendur á Landsmóti hestamanna frá hestamannafélaginu Þyt hafa staðið sig mjög vel sem af er móti. Samkvæmt vef félagsins er Ísólfur Líndal Þórisson kominn með þrjá hesta í milliriðil, tvo í B-flokki og einn í A-flokki.

Í barnaflokki stóð Ingvar Óli sig best á hryssunni Væntingu frá Fremri-Fitjum þau fengu einkunnina 8,20 og urðu í 39. sæti.

Árangur barnanna:

39 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 8,2

54 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Æra frá Grafarkoti 8,052

59 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti 7,992

 

Í unglingaflokki stóð Eva hæst af Þytsfélögunum og aðeins tveimur kommum frá milliriðil, enduðu í 35, sæti með einkunnina 8,36

Árangur unglinga:

35 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 8,358

46-48 Edda Felicia Agnarsdóttir / Alvara frá Dalbæ 8,292

65 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,218

 

Í ungmennaflokki voru Birna og Jafet mjög nálægt milliriðli, fengu 8,35 í einkunn.

Árangur ungmennanna:

36 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,348

64-68 Helga Rún Jóhannsdóttir / Mynd frá Bessastöðum 8,172

72 Kristófer Smári Gunnarsson / Frosti frá Höfðabakka 8,160

 

Árangur í B-flokki:

24 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,558

27 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,546

38-39 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,514

 

Árangur í A-flokki:

Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur L Þórisson 8,48

Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon  8,38

Blær frá MIðsitju / Viðar Ingólfsson 7,44 ( skeiðaði ekki)

Á vef félagsins er hægt að skoða myndir frá keppninni, thytur.123.is

Fleiri fréttir