Flugeldasýning á Króknum í gær

Bæjarbúar á Sauðárkróki urðu vitni að óvæntri flugeldasýningu í gærkvöldi. Margir höfðu safnast saman fyrir norðan nýju verkstæðisbyggingu KS og endurupplifað áramótastemningu með brennu og flugeldasýningu.

Þarna var á ferðinni Böddi í Roklandi og fólk úr bænum að setja á svið áramótastemninguna við brennuna en nú standa yfir tökur á mynd sem byggð er á sögu Hallgríms Helgasonar, Rokland, en hún gerist einmitt á Sauðárkróki. Vetrarsenurnar eru teknar núna en svo er ætlunin að koma í sumar og taka sumarsenurnar.

Fleiri fréttir