Flutningabíll valt á Reykjastrandarvegi

Til allrar hamingju slapp bílstjórinn ómeiddur. Mynd: Viggó Jónsson
Til allrar hamingju slapp bílstjórinn ómeiddur. Mynd: Viggó Jónsson

Flutn­inga­bíll með minka­fóður valt á Reykj­a­strand­ar­vegi, við bæ­inn Daðastaði, fyr­ir há­degi í dag. Til allrar hamingju slapp bílstjórinn ómeiddur en á þessum slóðum er vegurinn mjór og skurður við hlið hans. Mjúkur kanturinn mun hafa gefið sig undan þunga bílsins.

Sam­kvæmt frétt á Mbl.is  hefur verið gengið úr skugga um að eng­in olía leki úr bíln­um og verður hann lík­lega rétt­ur við og dreg­inn upp á veg á morg­un.

Fleiri fréttir