Flutningabíll valt á Siglufjarðarvegi.
Flutningabíll með rækjuskel innanborðs valt á Siglufjarðarvegi, skammt frá Ketilási um klukkan 12 á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum Feykis var bílstjórinn fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur en hann mun vera talsvert slasaður.