Foreldrar þjálfa 7. fl. hjá Hvöt

Á Blönduósi hafa nokkrir áhugasamir foreldrar krakka sem fædd eru árin 2002 til 2004 tekið sig til og ætla  að vera með fótboltaæfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00-18:00 í sumar.

Æfingar byrjuðu mánudaginn 17. maí 2010 og verða á æfingasvæði Hvatar  og er það von foreldranna að sem flestir láti sjá sig sem falla undir áðurnefnda flokka. Ekkert æfingargjald er krafist af iðkendum sem hlýtur að teljast fátítt í dag en er alltaf þakkarvert.

Fleiri fréttir