Forkynning deiliskipulagstillögu fyrir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á Vatnsnesi
Selasetur Íslands hefur látið vinna deiliskipulagstillögu fyrir nýjan sela- og náttúruskoðunarstað á Flatnefsstöðum og er skipulagssvæðið um 90 ha að flatarmáli. Skipulagsgögnin samanstanda af tveimur skipulagsuppdráttum og greinargerð frá Landslagi ehf. ásamt fornleifaskýrslu.
Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að skipulagsgögnin hangi uppi í þjónustuanddyri ráðhússins á Hvammstanga til 17. október nk. og geta hagsmunaaðilar og allir þeir sem vilja kynna sér gögn skipulagsins skoðað þau þar. Ábendingar verða að hafa borist fyrir 18. Október.
Sjá nánar HÉR