Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
06.09.2018
kl. 15.07
Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki sl. mánudag þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana.
Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að oddvitar meirihlutans, Stefán Vagn Stefánsson og Gísli Sigurðsson, hafi þakkað Ástu vel unnin störf og óskuðu henni velfarnaðar á komandi tímum og buðu þeir nýjan sveitarstjóra velkominn til starfa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.