Formleg opnun gagnaversins á Blönduósi

Björn Brynjúlfsson, Ásmundur Einar Daðason, Antoine Gaury og Valdimar O. Hermannsson klippa á borðann. Mynd: Lee Ann Maginnis.
Björn Brynjúlfsson, Ásmundur Einar Daðason, Antoine Gaury og Valdimar O. Hermannsson klippa á borðann. Mynd: Lee Ann Maginnis.

Formleg opnun stærsta gagnavers á Íslandi, sem staðsett er við Blönduós, fór fram í dag að viðstöddum fjölmörgum boðsgestum. Haldnar voru ræður, klippt á borða og fólki leyft að skoða aðstæður.

Dagskrá hófst með ávarpi Björns Brynjólfssonar forstjóra Etix Everywhere Borealis, sem bauð fólk velkomið og fræddi fólk um verkefnið. Bauð hann Ásmundi Einar Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, orðið en hann er jafnframt þingmaður Norðvesturkjördæmis. Þá sté Valdimar O. Hermannsson, bæjarstjóri og loks Antoine Gaury forstöðumaður Etix Blockchain.

Allir voru þeir sammála um að vel hafi til tekist með byggingu gagnaversins og þökkuðu afbragðsgóðum verktökum fyrir þeirra framlag sem og góðum stuðningi sveitarfélaga á svæðinu. Byggt var á mettíma en fyrsta skóflustungan var tekin fyrir ári síðan eða 23. maí 2018. Innan þriggja mánaða var fyrsta húsið risið og starfsemi komin í gang en nú eru komin upp sex hús og vonir standa til að hægt verði að bæta við fleiri húsum í framtíðinni.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á það í markaðssetningu sinni vítt og breytt um heiminn hve gagnaverið er umhverfisvænt með sína grænu orku. Þá er tekið fram að umhverfishitinn á Íslandi gerir það að verkum að kælingin sé náttúruleg og sparar þar með orku og kostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir