Fornminjasjóður styrkir Byggðasafn Skagfirðinga og Þingeyraklaustur

Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir frá því að á árinu hafi safnið sótt um styrki til margvíslegra verkefna s.s. úrvinnslu byggðasögu- og kirkjurannsókna síðasta áratugar, til ljósmyndunar og varðveislu safnmuna, innréttingar í geymslu, til útgáfu rits um torfrannsóknir, um Tyrfingsstaðaverkefnið/Fornverkaskólann, til fornleifarannsókna á fornum görðum í Fljótum og fleiri verkefna.
Á árinu hefur safnið fengið úthlutað styrkjum upp á 10,4 milljónir króna. Er nýjasta viðbótin tveir góðir styrkir til fornleifadeildar safnsins sem í gær fékk úthlutað tveimur styrkjum úr Fornminjasjóði; styrk upp á 2,5 milljónir til rannsókna og greiningar mannabeina úr kirkjugarðinum í Keflavík í Hegranesi og 800 þúsund krónur til úrvinnslu og frágangs gagna úr Byggðasögurannsóknum síðustu 14 ára.
Hæsta úthlutun úr Fornminjasjóði að þessu sinni, 5 milljónir króna, var til rannsókna á Þingeyraklaustri í Húnavatnshreppi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.