Fórum á ÖLL böllin hvort sem þau voru í Bifröst, Miðgarði, Húnaveri, Blönduósi eða Siglufirði

Hver er maðurinn? Kristjana Jónasdóttir.

Hverra manna ertu?  Dóttir Jónasar Snæbjörnssonar verkfræðings og Þórdísar Magnúsdóttur dönskukennara. Litla systir Snæbjörns og stóra systir Níníar og Bryndísar.

Árgangur?  Fædd 1974 sem er sama ár og Leonardo DiCaprio fæddist og Richard Nixon Bandaríkjaforseti sagði af sér vegna Watergate málsins, sum sé merkisár.

Hvar elur þú manninn í dag?  Bý í suðurhlíðum Kópavogs.

Fjölskylduhagir?  Gift Þorsteini Inga Kruger.

Afkomendur?  Snædís Eva 5 ára og Ingi Þór 2 ½ árs.

Helstu áhugamál?  Fjölskyldan, vinirnir, sumarbústaðurinn, ferðalög, boltinn kemur sterkur inn þó minna hafi verið stundað af honum undanfarin ár, sérstaklega eftir að ég fór að fara reglulega úr axlarlið! Þannig að það er meira áhugamál í áhorfi heldur en ástundun þessa dagana. Á golfsett og stefni á að gera það að einu af áhugamálunum svona við tækifæri. Ætti náttúrulega að segja föndur þar sem ég er í föndurklúbbi með snilldarstúlkum frá Króknum, en þar sem við höfum ekki föndrað í mörg ár þó við hittumst enn lágmark 1x í mánuði þá væntanlega flokkast föndur ekki sem áhugamál!

Við  hvað starfar þú?  Sjúkraþjálfari á Reykjalundi, HL-stöðinni og hjá Gigtarfélaginu.

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með  því fyrsta sem þér dettur í hug.  

Heima er ..................... enn betra að vera eftir að við fluttumst uppá efri hæðina.

Það er gaman......................... að vera loksins komin með fataskápa eftir 5 ár með skúffur og eina slá!!

Ég man þá daga er........................ við hlupum tunnuhlaup á æfingu, fórum á ÖLL böllin hvort sem þau voru í Bifröst, Miðgarði, Húnaveri, Blönduósi eða Siglufirði, við Björk Hlöðvers fengum far með hljómsveit Geirmundar frá Varmahlíð þar sem farið okkar fór á undan okkur eftir eitt ballið, Júlla Baldurs og Jóhanna Svans voru ósköp snöggklipptar, Millet úlpur, Lewis 501 og glansskyrtur þótti smart, hárið var greitt í vængi, Valgerður Erlings setti héraðsmet í m.a 100 m spretti, hástökki, grindarhlaupi og geðsveiflum án atrennu eins og hún svo skemmtilega sagði frá hér á undan í hinir brottflognu.

Ein gömul og góð sönn saga.................. Einu sinni sem oftar vorum við á leiðinni suður í keppnisferðalag í körfunni. Vanalega var Birna Valgarðs sofnuð áður en við komumst útúr bænum og svaf meira og minna alla leiðina suður. Ekki nema það að við stoppum aðeins í Staðarskála eins og regla var á þessum árum. Svo erum við komnar aftur uppí rútu, og auðvitað er spurt eru allir mættir og við segjumst allar vera mættar og þá er haldið af stað. Allt í einu heyrum við þvílíkt bílflaut fyrir aftan okkur og skiljum ekkert í þessum látum, svakalega mikið flaut og undarlegt aksturslag, og viti menn í framsætinu sjáum við Birnu sem veifar eins og vitlaus manneskja. Þá ótrúlegt en satt höfðum við gleymt henni í Staðarskála og það er nú ekki eins og hún sé lágvær en við héldum allar að hún væri bara sofandi ennþá aftast í rútunni J Auðvitað var stoppað um leið og fröken Birna steig um borð og var sko ekki sérlega kát, en er nú vonandi búin að fyrirgefa okkur þetta í dag J

Spurt frá  síðasta viðmælanda.................... Um hverjar var maðurinn að tala, er hann talaði um þyngstu miðjuna í deildinni? 

Svar............ Var hann ekki að tala um miðjuna hjá mótherjum dagsins??? Allavegna pottþétt ekki hina rómuðu miðju Fylkisliðsins sem var skipuð okkur Valgerði og Bryndísi, það hefði ekki verið nein glóra í að tala um þyngd í því samhengi ;)

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi? 

Nafn............. Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir

Spurningin er..................  Í einum af okkar mörgu körfuboltaleikjum fyrir Tindastól skoraðir þú aðeins 1 stig (sem að sjálfsögðu var og er mjög óvenjulegt fyrir þig), þegar þú varst í símanum rétt eftir leik að tala um leikinn, hver voru þín viðbrögð þegar viðkomandi spurði: og skoraðirðu bara eitt stig?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir