Forvarnardagurinn 2008
Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn á morgun, fimmtudag, 6. nóvember, um
land allt.
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Samband
íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta,
Ungmennafélag Íslands, ÍSÍ, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í
Reykjavík. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.
Að venju er dagskráin miðuð við nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins sem tekið hafa
öflugan og virkan þátt í verkefnum dagsins. Á heimasíðu verkefnisins
http://www.forvarnardagur.is/ má m.a. finna skýrslu með samanteknum niðurstöðum
Forvarnardagsins 2007, ávarp forseta Íslands auk kynningarmyndbands dagsins,
upplýsingum um ratleik og fleira áhugavert.