Forvarnir og lífstíll
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.10.2014
kl. 10.53
Af tilefni forvarnadagsins 1. október fékk Fjölbrautaskólinn góða gesti sem ræddu við nemendur um lífið og tilveruna og þær áskoranir sem mæta ungu fólki í dag. Að þessu sinni komu fulltrúar frá SÁÁ og Hugarafli.
Einnig kom Margrét Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og hélt fyrirlestur um líkamsímynd. Í lokin reyndu nemendur sig í nýrri íþrótt, Ringo, sem kynnt var af UMFÍ. Myndir frá deginum er að finna á vef skólans.