Frá lögreglunni á Sauðárkróki

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.

Lögreglan á Sauðárkróki vill brýna fyrir foreldrum/forráðamönnum og börnum að virða þær reglur sem í gildi eru varðandi útivista tíma barna og unglinga.

Samkvæmt 92.gr barnaverndarlaga meiga  börn á aldrinum 13-16 ára ekki vera á almannafæri eftir kl 22:00 frá 1. september til 1. maí og ekki eftir kl 24:00 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla – íþrótta eða æskulýðssamkomu.

Börn yngri en 12 ára meiga ekki vera á almannafæri eftir kl 20:00 frá 1. september til 1. maí og ekki eftir kl 22:00 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum.
Jafnframt vill lögreglan benda á að tími endurskinmerkjanna er runninn upp.  Lögreglan hvetur alla foreldra og forráðamenn til að fylgja því eftir heima fyrir og útvega börnum sínum endurskinsmerki hafi það ekki verið gert nú þegar. Nauðsynlegt er að foreldrar tryggi að endurskinmerkin séu rétt staðsett og vel sýnileg á fatnaði barnanna.
Endurskinsmerkin eru lífsnauðsynleg eftir að dimma tekur. Sjónarhorn ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema að þeir noti ljós og/eða gott endurskin. Ökumaður bifreiðar sem ekið er í myrkri sér ekki endilega gangandi vegfaranda þó að vegfarandinn sjái bifreiðina.
Höfum þetta hugfast og verum vel upplýst í umferðinni!
Lögreglan á Sauðárkróki óskar vegfarendum og ökumönnum velfarnaðar í umferðinni.

Stefán Vagn Stefánsson
Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir