Frábær árangur frjálsíþróttakrakka af Norðurlandi vestra á MÍ um helgina

Bikarinn sem þeir Aron Örn Ólafsson, Hlynur Örn Ólason og Valdimar Logi Guðmannsson
lönduðu sem Íslandsmeistarar félagsliða í 12 ára flokki pilta á MÍ um helgina. Mynd af FB-síðu frjálsíþróttadeild Hvatar.
Bikarinn sem þeir Aron Örn Ólafsson, Hlynur Örn Ólason og Valdimar Logi Guðmannsson lönduðu sem Íslandsmeistarar félagsliða í 12 ára flokki pilta á MÍ um helgina. Mynd af FB-síðu frjálsíþróttadeild Hvatar.

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á íþróttavelli UFA og Þórs á Akureyri um helgina þar sem um 200 keppendur frá tólf félögum reyndu með sér í frjálsum íþróttum. Fjölmargir keppendur af Norðurlandi vestra mættu til leiks og náðu framúrskarandi árangri. Um stigakeppni var að ræða sem fer þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 10 stig og koll af kolli þannig að 10. sæti fær 1 stig.

Á Facebooksíðu Frjálsíþróttadeild Hvatar kemur fram að USAH hafi átt níu flotta keppendur á mótinu, eina efnilega unga dömu frá Umf. Fram og átta krakka sem æfa með Umf. Hvöt en tveir af þeim eru skráðir í Umf. Geisla. Samtals komu 14 verðlaun í Húnabyggð eftir helgina og einn bikar en þeir Aron Örn Ólafsson, Hlynur Örn Ólason og Valdimar Logi Guðmannsson

gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar félagsliða í 12 ára flokki pilta. Glæsilegt afrek þar! Valdimar Logi varð Íslandsmeistari í fjölþraut 12 ára pilta og Aron Örn í 3. sæti.

Hér er samantekt frjálsíþróttadeildar Hvatar um árangur USAH krakkanna eftir helgina:

14 ára stúlka:
Agnes Nótt - 80m hlaup 11,44 sek, kúluvarp 7,69m (3) og spjótkast 25,21m (2). Agnes meiddist í spretthlaupinu og gat því ekki keppt í öðrum greinum sem hún var skráð í.

13 ára stúlka:
Harpa Katrín - 80m hlaup 11,50sek (2 inn í úrslit en 3. sæti í úrslitum), 300m hlaup 49,35sek (3), 80m grind 14,51sek (2), hástökk 1,36m (6), langstökk 4,49m (2), þrístökk 8,55m (7), kúluvarp 8,21m og spjótkast 29,61m (3).

13 ára piltar:
Ari - kúluvarp 7,10m, kringla 23,92m (4) og spjótkast 22,11m.

Baltasar - 80m grind 17,18sek, langstökk 3,44m, kúluvarp 7,99m og spjótkast 22,03.

Eyjólfur Örn - 300m hlaup 48,08sek (7), þrístökk 8,22m, kúluvarp 9,55 (4), kringla 23,55m (6) og spjótkast 23,21m.

12 ára piltar:
Aron Örn - 60m hlaup 10,21sek (7), 400m hlaup 74,21m (4), hástökk 1,26m (4), langstökk 3,94m (4), kúluvarp 6,53m (6), spjótkast 13,98m.
Hlynur Örn - 60m hlaup 11,36sek, 400m hlaup 83,60sek, hástökk 1,16m, langstökk 2,83m, kúluvarp 4,23m og spjótkast 11,26m.
Valdimar Logi - 60m hlaup 8,91sek (2), 400m hlaup 67,22sek (1), hástökk 1,37m (1), langstökk 4,36m (2), kúluvarp 8,01m (1) og spjótkast 18,77 (4).

11 ára stúlka:
Lárey M. Sigurðardóttir - fjölþraut. 60m 10,31 sek (8. sæti), 400 m 79,90, (7. sæti), hástökk 1,21 (2. sæti), langstökk 3,13 m (14. sæti), kúluvarp 6,02 m (6. sæti), spjótkast 14,07 m (4. sæti). Hún endaði með 85 stig í 6. sæti.

UMSS

Undir merkjum Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, kepptu 15 krakkar úr frjálsíþróttadeild Tindastóls og Ungmenna- og Íþróttafélagsins Smára og segir á heimasíðu Tindastóls að sex þeirra hafi unnið til einstaklingsverðlauna og til tvennra boðhlaupsverðlauna í 12 ára 4x100m pilta og 4x100m stúlkna.

Ísak Hrafn Jóhannsson varð Íslandsmeistari 11 ára pilta í 400m hlaupi á nýju héraðsmeti og sveit 11 ára pilta urðu Íslandsmeistarar félagsliða utanhúss 2022. Sveitina skipuðu þeir Aron Gabríel Samúelsson, Birkir Heiðberg Jónsson, Ísak Hrafn Jóhannsson, Sigmar Þorri Jóhannsson og Sæmundur Ingi Jakobsson.

Árangur helgarinnar hjá UMSS:

13 ára piltar
Halldór – bætti sitt persónulega besta í 10 af þeim 11 greinum sem hann keppti í. 80m hlaup 12.03 sek., 300 m hlaup 48.40 sek. (3), 800 m hlaup 2:50,08 mín., 2000 m hlaup 8:16,93 mín (2), 80 m grind 16.03 sek., 300 m grind 51.66 sek., Hástökk 1.41m, langstökk 3.79 m, þrístökk 8,29 m, kringlukast 22.45m og spjótkast 22.81m.

13 ára stúlkur
Amelía Ýr – bætti sig í öllum 5 greinunum sem hún keppti í og komst í úrslit í 80 m hlaupi stúlkna. 80m 12.81 sek. í undanúrslitum og 12.69 sek. í úrslitum, langstökk 3.57m, þrístökk 7.64m, kúluvarp 6.19m og spjótkast 14.26m.

Efemía Ösp – bætti sitt persónulega besta í 5 greinum af þeim 6 sem hún keppti í. 80 m 13,25 sek., hástökk 1.16m, þrístökk 7.90m, kúluvarp 6.60m, kringlukast 14.71m og spjótkast 12.91m.

Klara Amelía – bætti sitt persónulega besta í 4 af þeim 5 greinum sem hún keppti í. 80m 14,48 sek. langstökk 2.63m, kúluvarp 5.07m, kringlukast 12.51m og spjótkast 10.69m

12 ára piltar
Hafþór Ingi – bætti sitt persónulega besta í 4 greinum af 6. 60 m hlaup 9.82 sek., 400 m hlaup 78,19 sek., hástökk 1.20m, langstökk 3.09m, kúluvarp 5.80m, spjótkast 13.01m og lenti í 10. sæti í fjölþraut.

12 ára stúlkur
Inga Rún – bætti sitt persónulega besta í 2 greinum af 6. 60m hlaup 10.45 sek., 400m hlaup 84.28 sek., hástökk 1.21m, langstökk 3.33m, kúluvarp 4.87m og spjótkast 10.63 og lenti í 13. sæti í fjölþraut.

Rakel Sonja – bætti sitt persónulega besta í öllum greinunum sem hún keppti í. 60m hlaup 10.48 sek., 400m hlaup 81.90 sek., hástökk 1.06m, langstökk 3.29m, kúluvarp 6.66m, spjótkast 8.50m og lenti í 15. sæti í fjölþraut.

Sigurbjörg Inga- bætti sitt persónulega besta í 5 greinum af 6. 60m hlaup 10.13 sek., 400m hlaup 75.87 sek., hástökk 1.26m, langstökk 3.71m, kúluvarp 6.19m, spjótkast 9.22m og lenti í 10. sæti í fjölþraut.

11 ára piltar
Aron Gabríel – bætti sitt persónulega besta í 4 af 6 greinum. 60m hlaup 9.73 sek., 400m hlaup 71.31 sek. (3), hástökk 1.06m, langstökk 3.58m, kúluvarp 6.66m, spjótkast 15.10m og lenti í 4.sæti í fjölþraut.

Birkir Heiðar – bætti sitt persónulega besta í 5 af 6 greinum. 60m hlaup 10.52 sek., 400m hlaup 83.01 sek., hástökk 1.26m (2), langstökk 3.39m, kúluvarp 5.85m, spjótkast 17.11m, og lenti í 10. sæti í fjölþraut.

Ísak Hrafn – bætti sitt persónulega besta í 2 greinum af 6. 60m hlaup 9.26 sek.(2), 400m hlaup 69.67 sek.(1), hástökk 1.06m, langstökk 3.51m, kúluvarp 6.49m, spjótkast 20.43m (3) og lenti í 2.-3. sæti í fjölþraut.

Sigmar Þorri – bætti sitt persónulega besta í öllum 6 greinunum sem hann keppti í. 60m hlaup 10.70 sek., 400m hlaup 78.04 sek., hástökk 1.11m, langstökk 3.47m, kúluvarp 6.83m, spjótkast 16.15m og lenti í 9. sæti í fjölþraut.

Sæmundur Ingi – bætti sitt persónulega besta í öllum 5 greinunum sem hann keppti í. 60m hlaup 12.09 sek., hástökk 1.11m, langstökk 2.92m, kúluvarp 6.72m, spjótkast 15.57m og lenti í 19 sæti í fjölþraut.

„Frábær árangur og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu mótum,“ segir á Umss.is.

Kormákur

Bræðurnir úr Ungmennafélaginu Kormáki í Húnaþingi vestra, Ingi Hólmar og Bragi Hólmar Guðmundssynir, voru sigursælir í þeim greinum sem þeir tóku þátt í. Ingi, sem er 11 ára, náði gullverðlaunum í fjölþraut, langstökki og spjótkasti og silfri í 400 metra hlaupi og brons í 60 metra hlaupi.

Bragi, 13 ára, var ekki síður á keppnisskónum en hann vann til fyrstu verðlauna í hástökki og 300 metra grindahlaupi og þriðja sætið var hans í 300 metra hlaupi og 80 metra grind.

Árangur:
Ingi Hólmar Guðmundsson; Íslandsmeistari í fjölþraut 11-12 ára pilta með 120 stig, langstökki með stökk upp á 4,02m og spjótkasti með kast upp á 20,57 metra. Annað sætið í 400 metra hlaupi sem Ingi hljóp á 71,22 sekúndum og í 60 metra hlaupi landaði hann þriðja sætinu 9,28 sek.

Bragi Hólmar Guðmundsson; Íslandsmeistari í hástökki en hann sveif yfir 1,52 metra og 300 metrana sigldi hann á 51,27 sekúndum í grindinni. Þriðja sætið var hans í 300 metra hlaupi 45,69 sek. og í 80 metra grindarhlaupi en þá vegalengd rann hann á 13,89 sekúndum. Þá varð hann fjórði í 80 metra hlaupi á 11,23 sek. og í langstökki 4,45 metra og í 5. sætið krækti hann í þrístökki með svif upp á 9,50 metra.

HÉR er hægt að nálgast öll úrslit mótsins og HÉR má nálgast fjölda mynda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir