Frábær árangur USAH
Á stórmóti ÍR sem haldið var um helgina mætti USAH með vaska sveit frjálsíþróttamanna sem stóðu sig með miklum ágætum. Sex krakkar komust á verðlaunapall.
Eftirfarandi krakkar náðu lengst fyrir USAH.
Róbert Björn Ingvarsson (13) sigraði 800m hlaup,
Páll Halldórsson (11) 3. sæti kúluvarp
Valgerður Guðný Ingvarsdóttir (10) 2. sæti í 60m
Stefán Velemir (15-16) 2. sæti kúluvarp
Magnús Örn Valsson (15-16) 3. sæti kúluvarp
Guðmar Magni Óskarsson (13) 1. sæti kúluvarp