Frábært Kvennamót GSS
Hið árlega kvennamót Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram laugardaginn 17. júli, í ágætu veðri . Vindurinn hefði þó mátt vera aðeins minni, en flestir létu hann ekki hafa nein áhrif á sig. Allir kylfingar reyndu að spila sitt besta golf, þó það hafi ekki alltaf tekist.
Brúnin léttist hins vegar á öllum við veglegar móttökur frá Gunnari Sandholt og Þórhalli Rúnari, að loknum 18 holum. Mótið tókst mjög vel í alla staði og var verðlaunaborðið hlaðið glæsilegum vinningum. Ekki var gestrisninni fyrir að fara hjá heimakonum í GSS því að þær röðuðu sér í 4 efstu sætin. Málfríður Ólöf Haraldsdóttir sigraði, Sólborg Björg Hermundsdóttir varð 2. sæti og Ragnheiður Matthíasdóttir í 3. sæti, en þær voru allar með 37 punkta. Svanborg Guðjónsdóttir varð síðan í 4. sæti með 35 punkta.
Þess ber að geta að allir þátttakendur á mótinu fóru heim með verðlaun. Það er fyrst og fremst að þakka þeim frábæra stuðningi sem við fengum frá fyrirtækjum. Þessi stuðningur er okkur ómetanlegur. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem studdu okkur með einum eða öðrum hætti. Kærar þakkir, án ykkar stuðnings er ekki hægt að halda jafn glæsilegt mót.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.