Frábært Skagafjarðarrall að baki

Ræst var til leiks í Skagafjarðarrallinu kl. 9 á laugardagsmorgun samkvæmt tímaáætlun. Alls lögðu 16 áhafnir af stað í blíðskaparveðri.  Fyrstu sérleiðir dagsins lágu um Mælifellsdal.

Þaðan var ætlunin að halda í austanverðan Skagafjörð og aka sérleið um Bakka-Ásgarð en horfið var frá því að aka þá leið af öryggisástæðum en ekið var um Nafir, sem er innanbæjarsérleið á Sauðárkróki og þykir einkar skemmtileg.

Eftir fyrstu sérleið dagsins tóku Jón Bjarni og Borgar V. Ólafsson forystu á Subaru Impresa en sex sekúndum á eftir þeim komu Hilmar B. Þráinsson og Stefán Þór Jónsson á MMC Lancer Evo V.

Eftir aðra sérleið dagsins héldu Jón Bjarni og Borgar forystu en Sigurður Bragi og Ísak skutu sér upp í annað sætið.  Töluverðar sviftingar voru milli sæta í keppninni og munaði til dæmis eingungis einni sekúndu á fyrsta og öðru sæti í jeppaflokki og spennan í hámarki.

Eftir þriðju leið í Skagafjarðarrallinu fóru Sigurður Bragi og Ísak að narta í hælana á Jóni Birni og Borgari sem höfðu þó 22 sekúndna forskot þegar síðusta ferð um Mælifellsdal og svo tvær stuttar innanbæjarsérleiðir á Sauðárkróki eru eftir.

Ein áhöfn, Sigurður Arnar Pálsson og Brynjar Sverrir Guðmundsson, á Toyotu Celicu GT4 þurftu að hætta keppni vegna bilunar í stýrisenda bifreiðarinnar.

Það voru þeir Jón Bjarni og Borgar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en á eftir þeim komu Sigurður Bragi og Ísak í öðru sæti og Hilmar B. Þráinsson      Stefán Þór Jónsson á MMC Lancer í því þriðja.°

Lokaúrslit voru eftirfarandi:

1 1 Jón Bjarni / Borgar Subaru Impreza STi 1:04:02     0:00 0:00
2 10 Sigurður Bragi / Ísak MMC Lancer Evo VII 1:04:54 0:52 0:52 0:00 0:00
3 5 Hilmar / Stefán Þór MMC LAncer Evo V 1:05:26 1:24 0:32 0:00 0:00
4 4 Fylkir / Elvar Subaru Impreza 1:06:26 2:24 1:00 0:00 0:00
5 11 Marian / Jón Þór MMC Lancer Evo 8 1:09:25 5:23 2:59 0:00 0:00
6 17 Einar / Símon Grétar Audi S2 1:09:31 5:29 0:06 0:00 0:00
7 13 Sighvatur / Andrés Freyr MMC Pajero Sport 1:12:01 7:59 2:30 0:00 0:00
8 22 Kristinn / Brimrún Jeep Grand Cherokee 1:13:57 9:55 1:56 0:00 0:00
9 14 Kristján / Halldór Vilberg Peugeot 306 S16 1:14:36 10:34 0:39 0:00 0:00
10 21 Henning / Árni Toyota Corolla 1:14:49 10:47 0:13 0:00 0:00
11 23 Baldur Jezorski / Elías Ilja Jeep Grand Cherokee 1:16:16 12:14 1:27 0:00 0:00
12 32 Þórður Guðni / Guðmundur Steinar Toyota Hilux 1:17:39 13:37 1:23 0:00 0:00
13 30 Baldur / Guðrún Hildur Subaru Impreza 2.0 4x4 1:18:22 14:20 0:43 0:00 0:00
14 8 Hlöðver / Baldur Arnar Toyota Corolla 1:24:18 20:16 5:56 0:00 0:00
15 9 Pétur S / Björn MMC Lancer Evo VI 1:40:03 36:01 15:45 0:00 0:00

 

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir