Framhald sameiningarviðræðna samþykkt hjá öllum sveitarstjórnum

Úr Vatnsdal. Mynd: FE
Úr Vatnsdal. Mynd: FE

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Þar með hafa öll fjögur sveitarfélögin í sýslunni ákveðið að halda viðræðum áfram.

Sveitarstjórn samþykkti að skipa Halldór G. Ólafsson og Kristínu B. Leifsdóttur í nefndina en jafnframt mun sveitarstjóri starfa með nefndinni. Sameiningarnefnd skipa tveir frá hverju sveitarfélagi auk sveitarstjóra/oddvita:

Frá Húnavatnshreppi: Þorleifur Ingvarsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og ​Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri.
Frá Blönduósbæ: Guðmundur Haukur Jakobsson, Birna Ágústsdóttir og Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri.
Frá Skagabyggð: Magnús Björnsson og Karen Helga Steinsdóttir og Dagný Rósa Úlfarsdóttir oddviti.
Frá Skagaströnd: Halldór G. Ólafsson og Kristín B. Leifsdóttir og ​Magnús B. Jónsson sveitarstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir