Framkvæmdakostnaður sundlaugarinnar á Blönduósi um 520 m.kr.

Á fund bæjarráðs Blönduóssbæjar í gær mættu sundlaugarhópur, Ágúst Þór Bragason, Guðmundur Haraldsson, Stefán Árnason og Valgarður Hilmarsson og lögðu fram skýrslu um framkvæmd byggingar við Íþróttamiðstöðina á Blönduósi. Framkvæmdirnar fóru fram á árunum 2007-2010 og var framkvæmdakostnaður um 520 m.kr.

Sundlaugarhópurinn gerði grein fyrir framkvæmdinni og skiptingu einstakra verkþætta og fóru yfir frávik sem orðið höfðu á verkinu. Eftir að bæjarráð hafði þakkað sundlaugarhópnum fyrir skýrsluna var opnunartími sundlaugarinnar ræddur og var samþykkt að fara eftir tillögu forstöðumanns íþróttamannvirkja um að páskaopnun sundlaugarinnar verði með eftirfarandi hætti:

  • Skírdagur - 10:00-16:00
  • Föstudagurinn langi – lokað
  • Laugardagur - 10:00-16:00
  • Páskadag – lokað
  • Annar í páskum – 10:00-16:00

Ekki var ákveðið með annan opnunartíma sundlaugarinnar en bæjarráð fól bæjarstjóra að koma með tillögur að opnun hennar í sumar í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar á næsta fund bæjarráðs.

Fleiri fréttir