Framlag sjálfboðaliða ómetanlegur þáttur á Unglingalandsmóti UMFÍ

Ungmennahreyfingin er drifin áfram af kraftmiklu hugsjónarstarfi sjálfboðaliðans. Nú þegar Unglingalandsmót nálgast vantar okkur fólk í ýmis störf.

Hefur þú lausan tíma næstkomandi laugardag? Okkur vantar aðstoð við að koma skiltum, fánaborgum og fánastöngum á ákveðin svæði.

Hópurinn ætlar að hittast í Víðigrund 5 þar sem UMFÍ  er til húsa kl 10:00.

Verkefnið tekur um 2 klst og búist er við því að við séum búin kl 12:00.

Vonumst til að sjá sem flesta. /Fréttatilk.

Skráning er hafin á Unglingalandsmótið! Hægt er að skrá sig á skrifstofu UMSS á Víðigrund 5, alla virka daga til 25. júlí frá kl. 12:30-14:00. Einnig er hægt að hringja á þessum tíma í síma 453-5460.

Skráning fer einnig fram á vef UMFÍ.

Fleiri fréttir