Framtíð Jóns Sigurðssonar – Karlar á stalli og ímyndasköpun

Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra stendur fyrir málþinginu Framtíð Jóns Sigurðssonar – Karlar á stalli og ímyndasköpun, sunnudaginn 12. september nk. ol. 13:00-16:30 í Bjarmanesi á Skagaströnd.

Sjónum verður beint að því með hvaða hætti minningin um Jón forseta sem leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni varð til og mótaðist í íslensku samfélagi á fyrstu áratugunum eftir andlát hans. Málþingið ætti að vera sérstaklega áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á menningartengdri ferðaþjónustu og ímyndarmálum.

Á málþinginu tala sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon, Páll Björnsson og Guðmundur Hálfdanarson og Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Þeir ræða hvernig þjóðin hefur kosið að muna fortíð sína, um Jón Sigurðsson sem samherja í pólitískum hitamálum, hvernig hugmyndin um hetjuna hefur bæði verið notuð til að réttlæta tilvist Háskóla Íslands og til að gagnrýna starfsemi hans og spurt verður um framtíð þjóðardýrlingsins. Í lokin verður góður tími til umræðna.

Dagskrá:

  • kl. 13:00 Sigurður Gylfi Magnússon: Fortíð á réttu verði! Minningarframleiðsla samtímans
  • kl. 13:35 Páll Björnsson: „... hinn ókrýndi konungur Íslands.” Endurfæðingar Jóns Sigurðssonar forseta
  • kl. 14:10 Kaffihlé
  • kl. 14:30 Guðmundur Hálfdanarson: Hetjan og Háskólinn. Jón Sigurðsson og stofnun Háskóla Íslands
  • kl. 15:05 Jón Karl Helgason: Uppi á stórum stalli Jón. Hrókeringar á íslenskum þjóðardýrlingum
  • kl. 15:40 Umræður og fyrirspurnir
  • kl. 16:30 Lok

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir