Fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í ljósi frétta síðustu daga vill körfuknattleiksdeild Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri.

Samkomulag hefur náðst á milli körfuknattleiksdeildar Tindastóls og körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sem heimilar félagsskipti Sigtryggs Arnars Björnssonar sem nú þegar hefur skrifað undir samning við Grindavík. Sigtryggur Arnar var einn af mikilvægari leikmönnum Tindastóls á síðasta tímabili og er mikil eftirsjá af leikmanninum. Stjórn Tindastóls vill þakka Sigtryggi Arnari fyrir frábært tímabil en harmar jafnframt þá ákvörðun leikmannsins að klára ekki samning sinn við liðið. 

Vill stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls koma á framfæri þökkum til körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að koma heiðarlega fram til að ná sáttum um félagsskipti leikmannsins og óskar Grindavík góðs gengis á komandi tímabili.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

 /Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir