Fríða Ísabel Friðriksdóttir Byrðuhlaupari ársins 2010

Byrðuhlaup Ungmennafélagsins Hjalta var haldið laugardaginn 14. ágúst síðastliðinn. Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál.

Aðeins fjórir vaskir hlauparar tóku þátt að þessu sinni og var Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12 ára) fyrst í mark á tímanum 36,00 mínútum. Fast á hæla hennar kom sigurvegarinn frá í fyrra Guðmundur Elí Jóhannsson (11 ára) sem var fyrstur karla. Þau fengu bæði veglega verðlaunapeninga auk þess sem farandbikar hlaupsins verður í vörslu Fríðu næsta árið. Þetta er í annað sinn sem hlaupið er haldið í tengslum við Hólahátíð.  

Ungmennafélagið færir öllum sem aðstoðuðu við undirbúning hlaupsins bestu þakkir fyrir ómetanlega hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir