FRÍSTUNDASTRÆTÓ-SKÍÐAFERÐIR -ÁRVAL

Ferðir með FRÍSTUNDASTRÆTÓ í Skagafirði hefjast n.k. föstudag  31.október og eru ætlaðar öllum þeim sem eru með þjónustukort, þ.e. eldri borgurum, öryrkjum og börnum 10- 16 ára. Ferðirnar eru fríar

 

 

Farið er úr Fljótum-Hofsósi ( kl. 12.55 ) -afleggjara að Hólum , komið til Sauðárkróks kl. 13.40 og  frá Varmahlíð ( kl. 13.10 ) komið á Sauðárkrók  kl. 13.40. Heimferð frá Króknum (plani Árskóla) kl. 17.00

Fylgja þarf reglum um skráningu og ábyrgð sem búið er að senda til allra foreldra og eldri  borgara.

Föstudaginn 31. okt. er í fyrsta sinn boðið uppá SKÍÐAFERР á skíðasvæðið í TINDASTÓLI. Farið frá plani Árskóla kl. 13.45. Gjald í rútu báðar leiðir er 300.- Daggjald á skíðasvæðið er kr. 600.- / árskort kr. 8.000.-en skíði og  bretti  eru lánuð án endurgjalds.

Skráning í skíðaferð  í síma 6604634  f.kl. 10 á föstudag.
Ný námskeið hefjast í ÁRVALI  mánudaginn 10.nóv. Árval er fyrir börn í 4.-7.bekkjum.  Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Árskóla , www.arskoli.is  og  Sveitarfélagsins www.skagafjordur.is

Fleiri fréttir