Frumvarp til laga um farþega- og gistináttagjald lagt fram á Alþingi
Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um farþegagjald og gistináttagjald sem ætlað er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða.
Á vef Iðnaðarráðuneytisins segir að jafnframt sé ætlunin að tryggja betur öryggi ferðamanna, t.d. með varúðarmerkingum, handriðum, stígum, pöllum og öryggisgirðingum.
Tekjur af gjaldinu munu útdeilast á fjárlögum að 3/5 hlutum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og 2/5 hlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði.
Frumvarp iðnaðarráðherra um Framkvæmdasjóð ferðamanna liggur nú þegar fyrir alþingi.