Fulltrúar frá Greenstones á Blönduós í dag
Aðilar frá Greenstones auk ameríska bankamanna eru væntanlegir á Blönduós núna í dag til þess að skoða aðstæður fyrir hugsanlegt 80 þúsund fermetra netþjónabú fyrirtækisins.
Greenstones menn gerðu í upphafi samkomulag við átta sveitarfélög vítt og breytt um landið en hafa nú þrengt hring sinn verulega. Gert er ráð fyrir 80 þúsund fermetra netþjónabúi sem mun þá samanstanda af nokkrum byggingum. Talið er að á bilinu 50 - 100 manns gætu fengið vinnu við bú sem þetta.
Gangi samningar eftir má gera ráð fyrir að hafist verið handa við framkvæmdir síðar á árinu og að 1 áfangi byggingarinnar yrði kominn í notkun eftir 1 - 1/2 ár.
Til þess að gera sér grein fyrir stærðum í málinu þá er stærð bygginganna 8 hektarar, eða eins og 8 fótboltavellir eða 2 Smáralindir.