Fundu kannabis í bíl á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.04.2009
kl. 08.49
Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærkvöldi bifreið sem var á leið norður í land. Í bifreiðinni fannst mikið magn kannabisefna.
Bifreiðin var stöðvuð við venjulegt eftirlit í bænum en grunur vaknaði um að eitthvað gæti leynst í bílnum sem ekki ætti að vara og reyndist það rétt. Í bifreiðinni fannst pakki sem innihélt milli þrjú og fjögurhundruð grömm að kannabisefnum.
Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Blönduósi og telur lögreglan að um einn stærsta fund fíkniefna sé að ræða af hennar hálfu.