Fundur á Hvammstanga um nýja nálgun í vegagerð
Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að boðað er til opins fundar um nýja nálgun í vegagerð í Félagsheimilinu Hvammstanga í dag, þriðjudaginn 4. október kl. 20.30. Á fundinum mun Haraldur Benediktsson alþingismaður kynna tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes.
Annars verður dagskráin svona:
- Magnús Magnússon formaður byggðarráðs Húnaþings vestra opnar fundinn.
- Haraldur Benediktsson alþingismaður hefur framsögu og kynnir tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes, til eflingar samfélags og byggðar.
- Gísli Gíslason nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar – fjallar um samstarf um samgönguframkvæmdir.
Öll velkomin.