Funk that Shit í úrslit Músíktilrauna

Skagfirska hljómsveitin Funk that Shit er komin áfram í Músíktilraunum en hún var valin af áhorfendum í sal sl. laugardagskvöld er annað keppniskvöldið af fjórum fór fram í Austurbæ. Það eru þeir Guðmundir Ingi Halldórsson á bassa, Kristján Reynir Kristjánsson á trommur og Reynir Snær Magnússon á gítar sem skipa sveitina.

Funk that Shit er instrumental funk hljómsveit skipuð af rythma hljóðfærum sem norðlenskir tónlistarunnendur elska að djamma og improvisera, segir á heimasíðu Músíktilrauna en þar lofar tríóið juicy bassalínum, trylltum trommuslögum og sexy gítarsólóum.

Úrslitakvöldið verður einnig í Austurbæ laugardaginn 31. mars og hefst kl. 17.00 og eru eftirfarandi hljómsveitir komnar í úrslit: The Lovely Lion, White Signa, Þoka, Glundroði, Hindurvættir, Funk that Shit!, Retrobot og Aeterna. Einnig getur dómnefnd valið allt að fjórar hljómsveitir aukalega við þessar sem verður tilkynnt á www.musiktilraunir.is, 29. mars. Bein útsending verður á Rás2.

HÉR  er hægt að nálgast tónlist Funk that Shit.

 

Fleiri fréttir