Fýla úr niðurfallinu
feykir.is
Gagnlega hornið
08.11.2008
kl. 16.20
Niðurföll í bílskúrum og þvottahúsum gefa frá sér fýlu þegar vatnið í vatnslásnum þornar upp. Til þess að fyrirbyggja að það gerist er til gott ráð.
Setjið vatn í vatnslásinn þannig að hann verði nánast fullur og fyllið upp með matarolíu. Matarolían flýtur ofan á og gerir það að verkum að vatnið gufar ekki upp.
Ekki má fylla vatnslásinn af olíunni því hún getur hlaupið í kekk og virkar sem stífla ef vatn þarf að komast í niðurfallið.