Fyrirhugað fjárhundanámskeið á Blönduósi
Dagana 18. - 20 apríl nk. verður haldið fjárhundanámskeið á Blönduósi sem ætlað er sauðfjárbændum og smölum með Border Collie hunda. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái leiðsögn í þjálfun Border Collie hunda þannig að hundarnir geti sótt og rekið sauðfé og nýst almennt sem fjárhundar. Markmið margra er einnig að þjálfa hundana það vel að þeir geti smalað fé í keppnisbraut þar sem það er sótt, rekið í gegnum nokkur hlið og inn í rétt. Nú á tímum, þegar fólki fækkar til sveita, verða smalamennskur erfiðari viðfangs og er því ljóst að mikilvægi þess að hafa góðan smalahund eykst.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Derek Scrimgeour frá Norðvestur Englandi. Hann hefur 30 ára reynslu á þessu sviði og hefur komist hvorki 18 sinnum í enska landsliðið með tíu mismunandi fjárhunda á 23ja ára tímabili.
Námskeiðið byggist að stórum hluta upp á verklegri þjálfun og fer sá hluti fram í Reiðhöllinni á Blönduósi og víðar, eftir veðri og aðstæðum. Einnig verður bókleg kennsla eftir því sem þörf krefur. Stefnt er að því að fjöldi þátttakenda verði 8-10 manns og er það opið fólki hvaðanæva af landinu.
Sett verður upp Facebook síða um námskeiðið þegar nær dregur þar sem frekari upplýsingar koma fram.
Freari upplýsingar um leiðbeinandann, Derek Scrimgeour, og starf hans má nálgast hér.