Fyrirlestur um könnunarleiðangurinn á Mars í Verinu
feykir.is
Skagafjörður
14.11.2014
kl. 10.06
Opinn fyrirlestur um könnunarleiðangurinn á Mars verður haldinn í Verinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 20. nóvember nk. Heike Motschenbacher mun flytja fyrirlesturinn „Short Introduction to Mars Rover Missions“ og verður hann fluttur á ensku.
Á vef Hólaskóla kemur fram að Heike búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á þessu svið. Hún lauk meistaraprófi í jarðfræði við Freie Universität í Berlín árið 2012 og bar lokaritgerð hennar yfirskriftina „Geodatabase Modeling for Planetary Rovers, exemplified by the Mars Exploration Rovers Spirit/Opportunity.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 15:00 - allir velkomnir.