Fyrirsjáanlegt er að biðlisti verði eftir leikskólaplássum á Hofsósi

 

Jón Hilmarsson, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna hefur sent Fræðslunefnd Skagafjarðar erindi þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirsjáanlegs biðlista í leikskólanum á Hofsósi frá og með skólaárinu 2011.

 Nú eru þar 16 börn og ljóst þykir að ekki er hægt að bæta við fleiri börnum við núverandi húsnæðisaðstæður. Fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum  að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir