Fyrsta bryggjueiningin af sex í nýju smábátahöfnina á Sauðárkróki komin - Uppfært

Í gær kom fyrsta bryggjueiningin af sex í nýju smábátahöfnina á Sauðárkróki en það er Króli ehf. sem sér um að smíðar þær. Bryggjueiningarnar eru steyptar og fylltar með frauðplasti sem heldur þeim á floti. Framkvæmdir við smábátahöfnina hafa gengið samkvæmt áætlun að sögn Gunnars Steingrímssonar hafnarvarðar en þær hafa staðið yfir síðan um miðjan desember.

Teikning af væntanlegri smábátahöfn. Örin bendir á öldubrjótinn sem umrædd bryggjueining ásamt þremur öðrum á eftir að tengjast.

Bryggjueiningarnar eru engin smásmíði, tuttugu metra langar og þrjátíu tonn að þyngd. Gunnar segir að verkskil við smábátahöfnina séu þann 15. júní en reynt verður að klára fyrr.

Hér fyrir neðan má sjá þegar bryggjueiningin var tekin af flutningabílnum sem kom henni á Krókinn.

http://www.youtube.com/watch?v=wesSdDa1rFk

Fleiri fréttir