Fyrsta skóflustungan að gervigrasvelli

Í dag klukkan 15 verður fyrsta skóflustungan, eða réttara sagt fyrstu skóflustungurnar, teknar að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Það er von knattspyrnudeildar að sem flestir iðkendur á öllum aldri mæti með skóflur og taki þátt í atburðinum.

Framkvæmdir munu svo fara af stað en aðeins eitt tilboð barst í verkið frá Friðrik Jónssyni ehf að upphæð kr. 133.814.718. Kostnaðaráætlun Stoð ehf verkfræðistofu er kr.108.524.550 og því er tilboðsfjárhæðin 23.3% yfir kostnaðaráætlun.

Ljóst má vera að nýr gervigrasvöllur mun gerbreyta allri aðstöðu knattspyrnuiðkunar í Skagafirði og gerir knattspyrnufólki kleift að æfa við viðunandi aðstöðu allan ársins hring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir